ÚR ABSENTIA ANIMI
Ó langt langt fjerri
syndir um ljósan himin
yfir trjákrónu ský
í sælu vitundarleysi!
Ó djúpt niðri í mér
speglast af himnu svarta perluaugans
í sælli hálfvitund
mynd af skýi!
Það er ekki þetta sem er
Það er eitthvað annað
Það er til í þessu sem er
en er ekki þetta sem er
Það er eitthvað annað
Ó langt langt fjarri
í því sem er handan við
er til eitthvað nærri!
Ó djúpt niðri í mér
I því sem er nærri
Er til eitthvað handan við
Eitthvað hvorki eða
I því sem er annaðhvort eða:
hvorki ský eða mynd
hvorki mynd eða mynd
hvorki ský eða ský
hvorki hvorki eða eða
en eitthvað annað!
Það eina sem er til
er eitthvað annað!
Það eina sem er til
í þessu sem er til
er eitthvað annað!
Það eina sem er til
í þessu sem er til
er það sem í þessu
er eitthvað annað!
(Ó vöggusöngur sálarinnar
söngurinn um eitthvað annað!)
Hillingar á ströndinni. Ljóðaþýðingar. Jóhann Hjálmarsson. Helgafell, Reykjavík, 1971, p. 13-14
Some of the most appreciated poems by Gunnar Ekelöf on different languages.